HULDA

Náttúruhugvísindasetur

HULDA – Náttúruhugvísindasetur er staðsett í Gíg í Mývatnssveit. Setrið er  samstarfsvettvangur Stofnunar rannsóknasetra Háskóla Íslands og Svartárkots menningar – náttúru.
Nafnið HULDA vísar annarsvegar í skáldkonuna Unni Benediktsdóttur Bjarklind sem gekk undir skáldaheitinu Hulda og hinsvegar til þess sem hulið er en bíður þess að vera svipt hulunni og vísar þannig til nýrrar þekkingar og óvæntra tenginga sem breyta víðtekinni sýn á viðfangsefnið.

Bakhjarl HULDU er sveitarfélagið Þingeyjarsveit (áður Skútustaðahreppur og Þingeyjarsveit) en í október 2021 undirrituðu fulltrúar þess ásamt rektor HÍ og fulltrúa SMN viljayfirlýsingu um að vinna í sameiningu að stofnun nýs rannsóknaseturs í Þingeyjarsveit.

Fýkur mjöllin feikna stinn,

fegurð völlinn rænir.

Hylja fjöllin sóma sinn, 

silungshöllu skænir.

                                             – Kristín Andrésdóttir

Gluggar frjósa, glerið á

grefur rósir vetur;

falda ljósu fjöllin há,

fátt sér hrósar betur.
                   

                                           – Kristín Andrésdóttir

Sveitarfélagið Þingeyjarsveit varð til við sameiningu Bárðdælahrepps, Hálshrepps, Ljósavatnshrepps og Reykdælahrepps árið 2002. Sameiningin stækkaði árið 2008 þegar Aðaldælahreppur og Þingeyjarsveit sameinuðust. Árið 2021 bættist í hópinn Skútustaðahreppur en sama ár var samþykkt sameining Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps.
Við sveitastjórnarkosningar vorið 2022 var samþykkt að sveitarfélagið myndi halda nafninu Þingeyjarsveit og er það eitt af stærstu sveitarfélögum landsins ef litið er til flatarmáls eða 12.000 ferkílómetrar að stærð og spannar allt frá Vatnajökli til sjávar við Skjálfanda. Íbúatala samkvæmt tölum Hagstofu Íslands er 1393 manns (jan. 2023). Innan sveitarfélagsins má finna margar náttúruperlur eins og Goðafoss, Mývatn og umhverfi, Aldeyjarfoss, Vaglaskóg og Skjálfandafljót.

Um Huldu

Starfsemi, saga og markmið

Brúarverkefnið

Lýsing og markmið

Hvað eru náttúruhugvísindi?

Nánari lýsing á fræðasviðinu

Stofnanir

Að baki Huldu standa Stofnun rannsóknsetra HÍ og Svartákot menning náttúra. Hér mætast og sameinast kraftar rótgróinnar og reynslumikillar stofnunar SRHÍ og grasrótarstarfs SMN sem hefur bæði tengsl við nærumhverfið og öflugt erlent tengslanet. Hér skapast því ótal ný og spennandi tækifæra til rannsókna, þekkingarmiðlunar og samstarfs.

Hafa samband

Sendu okkur línu með fyrirspurn eða ábendingu