Rannsóknasetur Háskóla Íslands
Ég átti bláa berjalaut
í brekkunni minni heima.
Þar æstur stormur aldrei þraut.
Þar út sig breiddi sumarskaut.
Ég mun aldrei gleyma
þeirri bláu berjalaut
í brekkunni minni heima.
– Friðfinna Sörensdóttir
Rannsóknasetur Háskóla Íslands í Þingeyjarsveit
Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Húsavík
Rannsóknasetrið á Húsavík var stofnað 2007 og formlega opnað árið 2008. Áhersla setursins er
á rannsóknir á hafinu og lífríki þess og þar helst á hvölum en einnig á svifi, sjófuglum og
loftslagsrannsóknum. Mikil samvinna og samstarf eru við háskóla og stofnanir hérlendis og
erlendis bæði hvað varðar rannsóknir og kennslu.
Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Austurlandi
Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Austurlandi var stofnað 2008. Ekki var regluleg starfsemi hjá
setrinu milli áranna 2010-2018. En frá árinu 2015 til ársins 2018 vann setrið að
rannsóknaverkefninu Maður og náttúra. Þar voru skoðuð áhrif og tilurð hreindýra í íslenskri náttúru og menningu. Meginmarkmið setursins eru að rannsaka og efla þekkingu á sögu, samfélagi og náttúru Austurlands sem og að efla samstarf HÍ við fræðafélög, vísindamenn og stofnanir svæðisins.