Svartárkot menning-náttúra

Ég elska hverja lyngkló sem læðist upp með stein,

ljósberann í holtinu og grænan víðitein.

Alla þessa móa mela sanda og grjót

melgrasskúfinn harða og seiga birkirót




                                       – Hólmfríður Pétursdóttir

Svartárkot menning – náttúra (SMN) var stofnað í samstarfi heimafólks í Svartárkoti og fræðimanna. Á vettvangi þess hafa frá árinu 2007 verið haldin alþjóðleg námskeið á háskólastigi í samstarfi við heimamenn, erlendum háskólum hefur verið veitt þjónusta við framkvæmd „study abroad“ námskeiða og setrið hefur komið á fót öflugu alþjóðlegu rannsókna- og tengslaneti á sviði náttúruhugvísinda sem á engan sinn líka á Íslandi í dag. Teymið, sem samanstendur af vísindamönnum sem ýmist vinna hjá ólíkum stofnunum eða eru sjálfstætt starfandi, hefur unnið að alþjóðlegum rannsóknarverkefnum sem flest tengjast Suður-Þingeyjarsýslu og hafa notið styrkja m.a. frá RANNÍS, National Science Foundation (NSF) í Bandaríkjunum, Riksdagens Jubileumsfond og NordForsk – Nordic Centre of Excellence in Arctic Research.

Hópurinn sem stendur að baki SMN hefur með rannsóknum og með námskeiðum lagt áherslu á að safna menningarsögulegum heimildum, t.d. með greiningu á bréfasöfnum og margvíslegu efni sem varðveitt er í handritum. Menningarsagan og saga fólksins í Þingeyjarsveit hefur ekki enn verið nýtt til atvinnuuppbyggingar á svæðinu eða sem hluti af upplýsingum til ferðamanna eins mikið og efni standa til og eitt af hlutverkum HULDU er að draga þennan fjársjóð upplýsinga upp á yfirborðið.

www.svartarkot.is