Fræðatorg
Nú leggur kvöldsólin logandi brú
í logni heim yfir flóa.
Syngja mófuglar, silungur vakir
og sóleyjarbreiðurnar glóa.
Ég teygi mig varlega, tíni mér strá
að tyggja leggina mjóa
– Hólmfríður Bjartmansdóttir
Inn á Fræðatorg verða settar upplýsingar um rannsóknir í héraði, viðfangsefni heimamanna, verkefni sem unnin eru á vegum Huldu og samstarfsaðila sem og ýmsir fróðleiksmolar.
Tilgangur fræðatorgs er að veita innsýn í þau fjölmörgu verkefni sem hafa verið unnin, verið er að vinna að eða eru í farvatninu.
Þannig verða hugsanlega til ný tækifæri, nýir möguleikar, jafnvel nýtt samstarf eða eins og Bill Holm (1943-2009) segir í ljóðinu hér fyrir neðan: „Ef þau dansa saman, gerist eitthvað óvænt“.
Advice
Someone dancing inside us
has learned only a few steps:
the “Do-Your-Work” in 4/4 time,
and the “What-Do-You-Expect” waltz.
He hasn’t noticed yet the woman
standing away from the lamp,
the one with black eyes
who knows the rumba,
and strange steps in jumpy rhythms
from the mountains of Bulgaria.
If they dance together,
something unexpected will happen.
If they don’t, the next world
will be a lot like this one.
Ráð
Einhver dansandi innra með okkur
hefur einungis lært fáein spor:
„kláraðu vinnuna þína” í fjórskiptum takti
og „á hverju áttu eiginlega von” valsi.
Hann hefur enn ekki tekið eftir konunni
utan við ljósið frá lampanum,
þessari með svörtu augun
sem kann rúmbuna,
og skrítin spor í hoppandi hrynjanda
úr fjöllum Búlgaríu.
Ef þau dansa saman,
gerist eitthvað óvænt.
Ef ekki, verður næsti heimur
mjög líkur þessum.
Úr bókinni The Dead Get By with Everything, 1991