Huldurit

Lát þig engin binda bönd,

bráðan kanna geiminn.

Sveifla þér mín unga önd

allan gegnum heiminn.

                                          – Stephan G. Stephansson

Huldurit er ný ritröð um náttúru í samtímabókmenntum og listum. Huldurit er samstarfsverkefni Huldu og Háskólaútgáfunnar.

Rit #1

Hamfarir í bókmenntum og listum

– Auður Aðalsteinsdóttir –

Náttúra og loftslag jarðar eru þegar farin að umbreytast vegna hamfarahlýnunar, fjöldaútrýmingar og annarra tengdra umhverfisógna sem hafa munu trámatískar afleiðingar fyrir allt jarðlíf. Í þessari bók er fjallað um það hvernig aukin meðvitund um þessar umhverfiskrísur og um víxlverkun allra þátta í vistkerfi okkar, mennskra og meir-en-mennskra, birtist í samtímabókmenntum og –myndlist.

https://haskolautgafan.is/products/hamfarir-i-bokmenntum-og-listum