Author name: bjarki

Erindi: Frá Svartárkoti til Huldu á Skútustöðum

Þann 19. mars verður Viðar Hreinsson með erindið Frá Svartárkoti til Huldu á Skútustöðum, með viðkomu í Stafnsholti á Listasafni Sigurjóns Ólafssonar. Þar tengir Viðar saman alþjóðleg umhverfishugvísindi og þjóðleg fræði landsbyggðarinnar í spjalli um vegferð frá verkefninu Svartárkot, menning – náttúra til hins nýstofnaða náttúruhugvísindaseturs Huldu sem starfrækt er á Skútustöðum í Mývatnssveit. Spjallið […]

Erindi: Frá Svartárkoti til Huldu á Skútustöðum Read More »

Ráðið í stöðu forstöðumanns Rannsóknaseturs HÍ í Þingeyjarsveit

Í nóvember síðast liðnum var Auður Aðalsteinsdóttir, doktor í bókmenntafræði, ráðin í starf forstöðumanns hins nýja Rannsóknaseturs Háskóla Íslands í Þingeyjarsveit. Auður hefur á undanförnum árum einbeitt sér að umhverfishugvísindum en rannsóknarsvið hennar er bókmenntasaga, nútímabókmenntir, ritdómar og fagurfræði.Sjá nánar á vef Háskóla Íslands.https://www.hi.is/frettir/audur_adalsteinsdottir_radin_i_starf_forstodumanns_nys_rannsoknaseturs_hi_i_thingeyjarsveit

Ráðið í stöðu forstöðumanns Rannsóknaseturs HÍ í Þingeyjarsveit Read More »

Fyrsta Hulduritið

Fyrsta Hulduritið er komið út, Hamfarir í bókmenntum og listum eftir Auði Aðalsteinsdóttur. Huldurit er ný ritröð um náttúru í samtímabókmenntum og listum og er samstarfsverkefni Huldu og Háskólaútgáfunnar. Sjá nánari um bókina í Huldurit. Hamfarir í bókmenntum og listum er til sölu hjá Háskólaútgáfunni https://haskolautgafan.is/products/hamfarir-i-bokmenntum-og-listum

Fyrsta Hulduritið Read More »